tom-podmore-N1ONXKUAiGU-unsplash.jpg

Sveitarfélög

Sjálfbærni er samstarfsverkefni okkar allra. Laufið gerir ákall til sveitarfélaga og býður þeim að ganga til liðs við sig til að vinna að þessu mikilvæga verkefni. Lesið nánar að neðan um hvað samstarf Laufsins og sveitarfélaga felur í sér.

icons-08.png

Aðgangur sveitarfélagsins sjálfs að hugbúnaði Laufsins, fræðsla, innleiðing og ráðgjöf varðandi sjálfbærni innanhúss. Lesið nánar um hugbúnaðinn hér.

icons-07.png

Kortlagning á stöðu mála hjá stofnunum og skólum á vegum sveitarfélagsins sem felur í sér innleiðingu Laufsins.

icons-06.png

Útvegun aðstöðu sem hægt væri að nýta til að halda kynningarfundi fyrir áhugasöm fyrirtæki í því sveitarfélagi sem vilja leggja áherslu á sjálfbæra þróun í starfsemi sinni og miðla á gagnsæjan hátt upplýsingum um sjálfbærni, sér og öðrum til hagsbóta.

Ef þitt sveitarfélag hefur áhuga á að koma í samstarf við Laufið hafið samband við laufid@laufid.is 

Hafnarfjörður fyrst sveitarfélaga

einar-jonsson-J9M5Oe0ghmI-unsplash.jpg
hafnarfjördur logo-05.png
Hafnarfjarðarbær var fyrst íslenskra sveitarfélaga til að hefja samstarf við Laufið, það gerðu þau þann 4. nóvember, 2022. Lesið nánar hér.