top of page

Sjálfbærni- og samfélagsstefna Laufsins

Laufið heldur utan um laufid.is sem er stafrænn vettvangur sem leiðir fyrirtæki og neytendur í vegferð að ábyrgara og upplýstara samfélagi.

 

Þrátt fyrir að Ísland sé fámenn þjóð þá berum við samt sem áður þann vafasama titil að vera með eitt stærsta kolefnisspor í heimi á hvern einstakling. Við höfum sáralítinn tíma til að bregðast við loftslagsbreytingum. Við þurfum að breyta um stefnu hratt og þær breytingar snerta allar okkar atvinnugreinar, rekstur, viðskipti og neysluhegðun. Því þurfum við að innleiða róttækar lausnir þegar kemur að sóun og um leið auka gagnsæi til neytenda, þeir vilja vita að fyrirtækjum sé alvara.

 

Laufa- og hringrásarhagkerfið er ein af mörgum lausnum Laufsins sem við teljum hafa mikilvægan þátt í þeim breytingum sem eru þarfar til þess að gera Ísland að ábyrgara samfélagi. Við stöndum frammi fyrir risavaxinni baráttu og Laufateymið hefur metnað til að vera ein af röddum Íslands þegar kemur að snörpum viðbrögðum við umhverfisvá heimsins.  

Sjálfbærni- og samfélagsstefna Laufsins verður endurskoðuð 6 mánuðum eftir útgáfu og   

gerðar úrbætur ef þörf er á. Eftir fyrstu endurskoðun stefnunnar verður hún endurskoðuð ár hvert. Þess má þó geta að stefnan gæti verið uppfærð án mikils fyrirvara í takt þær öru breytingar, sem geta átt sér stað, í loftslags- og umhverfismálum. Þá leggur Laufið  sitt af mörkunum til þess að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Þess ber að halda til haga að Laufið er nýtt fyrirtæki, byggt á tveimur fyrirtækjum 1819 og Zenter, því liggja ekki tölur fyrir varðandi kolefnislosun, úrgang og aðra þætti en verða þær tölur til staðar í lok árs 2023.   

Aðgerðaráætlun og mælikvarðar áætlunarinnar verða aðgengilegir á heimasíðu okkar í byrjun nóvember 2022.

Stefnt er  að sjálfbærniskýrsla Laufsins verður gefin út byrjun hvers árs og má áætla að fyrsta skýrsla Laufsins verði gefin út í byrjun árs 2024.     ​

Miðlun þekkingar

 

Miðlun þekkingar er eitt af lykilgildum Laufsins. Það er okkur mikilvægt að miðla þekkingu til bæði innri og ytri hagaðila fyrirtækisins til þess að auka gagnsæi og þekkingu þeirra í umhverfismálum. Einnig er það okkur mikilvægt að veita bestu mögulegu ráðgjöf og þjónustu til þess að leiðbeina viðskiptavinum á rétta braut í sjálfbærnisvegferðinni.  

 

Heiðarleiki og gagnsæi

Heiðarleiki og gagnsæi er mikilvægur þáttur í sjálfbærnivegferðinni og eitt af lykilgildum Laufsins. Gagnsæi gerir fyrirtækjum kleift að sýna ytri hagaðilum hvernig starfsemi og aðgerðum er háttað. Laufið stefnir á að vera leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki og upplýsingaveita í sjálfbærni og er mikilvægt í þessari vegferð að gefa fordæmi með því að sýna gagnsæi í öllum aðgerðum sem falla að innri og ytri starfsemi fyrirtækisins.

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð er eitt af lykilgildum Laufsins og er hvoru tveggja höfð að leiðarljósi í allri starfsemi og ákvörðunartöku fyrirtækisins. Til þess að heildstæð eining sjálfbærni verði að veruleika er mikilvægt að breyta hugarfari og horfa á ástandið út frá stærra sjónarmiði. Þá er einnig mikilvægt að allir þrír þættir sjálfbærni- umhverfislegir, samfélagslegir og efnahagslegir, að vinna saman á heilbrigðan hátt. Laufið sýnir ábyrgð í rekstri með það markmið að starfa einungis með heiðarlegum birgjum og samstarfsaðilum sem að leggja sitt af mörkum í samfélagsábyrgð, sjálfbærni- umhverfis- og loftslagsmálum   

Samstarf

Samstarf við íslenskar stofnanir, fyrirtæki og/eða félagssamtök sem tileinka sér sjálfbæra þróun, vinna að innleiðingu hringrásarhagkerfisins og taka þátt í að deila boðskap um umhverfismál eru okkur mikilvæg. Enda vinnast engir sigrar í sjálfbærnimálum án samvinnu, en með því að vinna náið með öllum hagaðilum eflum við um leið íslenskt samfélag og náum þar með betri og meiri árangri í umhverfismálum. Nú þegar vinnum við náið með Umhverfisstofnun, en laufakerfi Laufsins er að miklu leiti byggt á Grænu skrefum Umhverfisstofnunar, Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu til þess að tryggja trúverðugleika og áreiðanleika Laufsins, og að lokum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) ásamt Grænni Byggð til þess að aðlaga laufakerfið að byggingariðnaðinum.  

Tækni og þróun

Laufið er stafrænt fyrirtæki sem fylgist náið með nýjustu tækni og þróun á hinum stafræna vettvangi, sem og innan sjálfbærrar þróunar, umhverfismála og hringrásarhagkerfisins. Við viljum bjóða uppá fyrsta flokks þjónustu þar sem vörur okkar og upplýsingaveita eru í takt við síbreytilegar þarfir viðskiptavina og neytenda.

 

Vinnuumhverfi og starfsstöðvar   

Höfuðstöðvar Laufsins eru í Akralind 6, 201 Kópavogi. Starfsfólk tækni-, þjónustu- og sölusviðs, ásamt fjármála- og bókhaldssviðs, starfar allt í höfuðstöðvum Laufsins. Sjálfbærniráðgjafar hafa aðsetur þar en eru mikið á ferðinni til þess að sinna ráðgjöf til fyrirtækja við innleiðingu laufakerfisins. Til þess að sjálfbærni ráðgjafar okkar komist hratt og örugglega á milli staða munu þeir keyra um á rafbílum merkta Laufinu. Laufið leitar samt sem áður leiða til þess að allt starfsfólk fyrirtækisins komist til og frá vinnu með umhverfisvænum hætti, svo sem með almenningssamgöngum, hjólandi, rafhlaupahjóli eða gangandi.   

Orkunotkun á höfuðstöðvum

Ísland er framarlega í heiminum, og í sérflokki, hvað varðar endurnýjanlega orkugjafa. Þó svo að við búum við þau forréttindi að geta nýtt endurnýjanlega orku fyrir rafmagn og húshitun, þá eru auðlindir jarðar að verða af skornum skammti og er Ísland engin undantekning. Þá viljum við sýna fordæmi með því að skera niður óþarfa orkunotkun svo sem:

 

Samgöngur

Starfsfólk Laufsins er hvatt til þess að notast við grænar samgöngur svo sem almenningssamgöngur, rafhlaupahjól, hjól, leigja rafbíl (t.d. Hopp) eða sameinast í bíla. Þá eru sjálfbærni ráðgjöfum Laufsins úthlutað rafbílar til þess að komast fljótt og örugglega á milli viðskiptavina til þess að takmarka kolefnisfótspor.

  • Hita upp rými og hafa glugga galopna samtímis  

  • Hafa jafnt hitastig í öllum rýmum  

  • Lýsa upp rými sem eru í notkun og slökkva ljós þar sem á við  

  • Nota einungis orkusparandi ljósaperur  

  • Ekki láta heitt eða kalt vatn renna að óþörfu  

  • Ekki setja í gang hálftóma uppþvottavél  

Stefna í úrgangsmálum

Flokkun úrgangs er mikið umfang fyrir fyrirtæki. Öllum úrgangi ber að skila til endurnýtingar eða förgunar. Forsenda þess að hægt sé að endurnýta úrgang er að hann sé vel flokkaður. Þannig má forða blönduðum úrgangi, þar sem stór hluti gæti verið endurnýtanlegur, frá urðun eða brennslu og þ.a.l. minnka umhverfisáhrif framleiðslu og neyslu. Eftir innleiðingu hringrásarlaga og sameiginlegar stefnu sveitarfélaga í úrgangsmálum er fyrirtækjum og einstaklingum skylt að flokka úrgang til endurvinnslu. Laufið stefnir að því að minnka úrgang, eins og plastumbúðir og pappírsumbúðir, á öllum starfsstöðvum ásamt því að hvetja starfsfólk að koma með fjölnota matarílát. Laufið er í samstarfi með Terra umhverfisþjónusta til þess að stuðla að betra flokkunar kerfi innanhúss og til þess að miðla þekkingu flokkunar úrgangs og ýmissa úrgangslausna til viðskiptavina Laufsins. Hægt er að kynna sér úrgangsflokkun fyrirtækja í flokkunarhandbók Terra hér

Loftslagsáhrif og losunarbókhald 

Laufið ætlar að halda loftslagsáhrifum fyrirtækisins í algjöru lágmarki og mun taka tillit til allra áhrifa, þ.e. alls umfangs 1, 2 og 3 samkvæmt Greenhouse Gas Protocol. Að auki mun Laufið jafna alla losun sem verður um leið og reikningar hafa átt sér stað samhliða því að setja sér mælanleg markmið um samdrátt í losun, bæði heildarlosun, losun á hvern starfsmann og losun á veltu. Laufið mun vinna í átt að kolefnishlutleysi frá fyrsta starfsári, 2022.   

  

Til þess að allt mat á kolefnisspori Laufsins sé sem nákvæmast mun alltaf vera notast við nýjustu fáanlegu tölur þegar sporið er reiknað og keyptar vörur þar sem lífsferilsgreining liggur fyrir í öllum tilvikum sem hægt er. Til að lágmarka losun gróðurhúsalofttegunda munu allir bílar á vegum Laufsins ganga fyrir öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti, svo sem rafmagni eða metani, aðeins verður boðið upp á grænkeramat á viðburðum á vegum Laufsins og kaupum á nýjum vörum, svo sem húsgögnum, haldið í lágmarki.   

Hringrásarhagkerfið​

Hringrásarhagkerfið er eitt af fimm skrefum laufakerfisins sem þarf að uppfylla til þess að hljóta laufa viðurkenningu. Við innleiðingu nýrra laga í byrjun árs 2023 viljum við stuðla að þeirri vegferð með því að vera virkur þáttakandi hringrásarhagkerfisins.

Birgðaraðilar og innkaup

Öll starfsemi og tilgangur Laufsins snýr að sjálfbærni, þar að auki vera verkfærakista sjálfbærrar þróunar fyrir íslenskt atvinnulíf. Það er okkur mikilvægt að velja íslenska birgða aðila sem hafa vottaðar vörur og þjónustu frá alþjóðlegum vottunar stöðlum sem vekja traust og trúverðugleika. Við viljum styðjast við hugmyndarfræði hringrásarhagkerfisins þegar kemur að innkaupum fyrirtækisins með því að endurhugsa tilgang þeirra vara og þjónustu sem við kaupum af birgða aðilum og öðrum þjónustuaðilum.  

Neytendavakning​

Laufið er fyrsta græna íslenska upplýsingaveitan. Henni er ætlað að valdefla neytendur og gefa þeim kost á að taka upplýstar ákvarðanir um neyslu sína eftir því hversu vel fyrirtæki eru að standa sig í sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð.  

 

Endurnotkun

Við viljum vekja athygli á endurnotkun vara og annarra nytjahluta,  þá sérstaklega sem snúa að fyrirtækjum sem færu annars á haugana. Til eru allskyns vettvangur fyrir neytendur til þess að selja vörur sínar svo sem bland.is, ýmsar sölusíður á Facebook, ýmsar básaleigur t.d Verlzanahöllin o.fl, Kolaportið og aðrir nytja markaðir. En þegar við lítum á möguleika fyrirtækja á að selja notaða hluti er úrvalið takmarkað. Til þess að svara þeirri þörf, munum við setja upp svokallað Auðlindatorg Laufsins sem mun koma í loftið vorið 2023, þar sem viðskiptavinir okkar geta selt skrifstofubúnað og ýmsa aðra hluti af lager eða geymslum sem annars væri afskrifað og færi á haugana.  

​​

Samþykkt: 30. september 2022

bottom of page