top of page
  • Writer's pictureLaufið

Vistkjör í búðir upp úr 2030

Updated: Nov 25, 2022

„Í gróðurhúsi ORF Líftækni í Grindavík eru ræktaðar sérstakar plöntur, byggplöntur, sem eru búnar til með erfðatækni og framleiða svokallaða vaxtaþætti eða frumuvaka sem koma upprunalega úr dýrum og jafnvel mönnum.


Upphaflega snerist málið um að búa til alls konar frumuvaka sem notaðir eru í stofnfrumurannsóknir en nú um að búa til vistkjöt sem er nýtt orð yfir stofnfrumuræktað kjöt.

„Þetta gengur út á það að sækja stofnfrumu í dýrið; kálf, lamb, svín, kjúkling, fisk eða eitthvað framandi dýr. Þú sækir þessa stofnfrumu með litlu vefjasýni, einangrar hana og setur hana í tank. Þú fjölgar þessum stofnfrumum gríðarlega mikið og til að gera það þarf dýravaxtaþætti og þar komum við til sögunnar. Annars fjölga þessar frumur sér ekki. Og þegar búið er að gera það þarf að segja þeim að vera vöðvafruma eða fitufruma. Og þá þarf nýjar gerðir af dýravaxtaþáttum. Að lokum ertu komin með vöðvaprótein og fitufrumur og þetta er allt sett saman í hamborgara eða kjúklinganagga eða hvað sem er,“ segir Björn Örvar, vísindastjóri og einn stofnenda ORF Líftækni.

En hvers vegna myndum við búa til slíkt kjöt? Björn segir kjötframleiðslu í dag ekki sjálfbæra, neyslan sé að aukast og framleiðslan krefjist mikils lands og vatns og skilji eftir sig stórt kolefnisspor.

Úr einni stofnfrumu er nefnilega hægt að búa til tugi eða hundruð kílóa af kjöti. ORF líftækni er farið að selja tilbúna vaxtaþætti til erlendra fyrirtækja sem eru að reyna að búa til vistkjöt eins og það er kallað og næsta skref að skala framleiðsluna í Grindavík upp. Þrátt fyrir að fyrsta vistkjötið sé samt nú þegar til býst Björn ekki við því að við getum skroppið út í búð og keypt okkur slíkt kjöt fyrr en upp úr 2030. „Möguleikarnir eru gríðarlega miklir.“

 

Frétt frá ruv.is16 views0 comments
bottom of page