top of page
  • Writer's pictureLaufið

„Við náum þessu eingöngu niður með því að draga úr bílaumferð“

Höfundur:

Róbert Jóhannsson

 

„Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir mengun frá útblæstri bíla er að minnka bílaumferð, að sögn heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Þegar veðuraðstæður eru eins og þær hafa verið síðustu daga helst mengunin lengi í loftinu."


„Frost og stilla hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga og mengun af völdum köfnunarefnisdíoxíðs hefur verið mikil í borginni. Hún er frá útblæstri bíla í umferðinni, og er því mest á morgnana og síðdegis þegar umferðin er hvað mest. Veðuraðstæður valda því hins vegar að mengunin getur haldist yfir borginni nokkuð lengi eftir að dregið hefur úr umferð. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir aðeins eina leið til þess að koma í veg fyrir mengun af þessu tagi.


„Þegar varðar köfnunarefnisdíoxíðsmengunina er í raun ekkert annað að gera en að fækka bílum sem eru í umferð. Það sem fólk gæti helst gert væri að hvíla bílinn, annað hvort að vinna heima ef unnt er, fækka ferðum ef hægt er, sameinast í bíla eða nota vistvænar samgöngur. Við náum þessu eingöngu niður með því að draga úr bílaumferðinni,“ segir Svava.


Svifryksmengun hefur einnig verið talsverð af sömu ástæðu. Svava segir fleiri leiðir mögulegar til þess að minnka hana, til að mynda með því að draga úr ökuhraða og sleppa því að nota nagladekk ef hægt er.


Helstu stofnbrautir og þjóðvegir inni í þéttbýli voru rykbundnar í nótt, og vonast Svava til þess að það dugi til þess að halda svifryki innan marka í dag.

Loftgæði eru mæld víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu og hægt að fylgjast með þeim á síðunni loftgaedi.is áður en farið er af stað í jólainnkaupin."

 

Frétt frá ruv.is


5 views0 comments
bottom of page