top of page
  • Writer's pictureLaufið

Seldu notað fyrir tæpan milljarð

„Hringrásarhagkerfið, verslun og sala með notaða hluti, er í örum vexti. Stærstu fyrirtækin í þessum geira juku veltu sína um 35% á milli 2020-2021.“

 

„Verslun með notaðan fatnað og notuð húsgögn, eða það sem kallað er hringrásarhagkerfið, hefur aukist mikið síðustu ár.


Velta fyrirtækja á þessum markaði hér á landi nemur tæpum milljarði króna í ár.

Starfshópur á vegum umhverfisráðherra hefur kortlagt þennan markað hér á landi.

Niðurstaðan er meðal annars að tíu stærstu einkareknu verslanirnar, sem selja notuð föt, hafi aukið veltu sína um 35% á árunum 2020-2021.

Samfélagsleg ábyrgð þegar kemur að fatakaupum hefur verið mikið í deiglunni undanfarin ár. Margir hafa hvatt til umhverfisvænni og mannúðlegri viðskipta.

Í niðurstöðum starfshópsins segir einnig að víða erlendis hafi verið reynt að bæta ímynd verslunar með notaða hluti, hvort sem með fatnað eða húsgögn.

Hugtakið „notaðir hlutir“, used goods upp á ensku, þykir of neikvætt og því hefur færst í aukana að fólk noti hugtakið preloved goods, „fráskildir hlutir“ ef notast er við nýyrðatillögu starfshópsins.

Starfshópurinn flokkar markað með fráskilda hluti í tvennt: annars vegar verslanir sem starfræktar eru af félagasamtökum eða hinu opinbera og svo einkaaðila sem aðallega bjóða föt, húsgögn og nytjahluti.

Vöxtur er í báðum þessum geirum. Gera má ráð fyrir að veltuaukningin sé nálægt 10% á ári. Á þessu ári þykir líklegt að veltan nemi á bilinu 8-900 milljónum króna. Ísland sker sig nokkuð úr þegar kemur að raftækjum. Í niðurstöðum starfshópsins segir að í Bandaríkjunum eigi raftæki 20% hlutdeild á markaði með fráskilda hluti, en hér er mjög lítil formleg verslun af þessu tagi.

Í ljósi þess að Ísland er í þriðja sæti yfir þær þjóðir sem henda flestum raftækjum, segir starfshópurinn að mikil tækifæri séu hér á landi í viðskiptum með fráskilin raftæki.“

 

Frétt frá ruv.is




3 views0 comments
bottom of page