top of page
  • Writer's pictureLaufið

Pólverjar reisa sitt fyrsta kjarnorkuver

Updated: Nov 25, 2022

„Pólsk stjórnvöld hafa samið við bandaríska fyrirtækið Westinghouse um byggingu fyrsta kjarnorkuvers landsins. Pólverjar hafa lengi haft uppi áform um að reisa kjarnorkuver og innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið þeim hvatning til að flýta þeim áformum. Innrásin hefur aukið mjög umræður og áhyggjur af orkuöryggi í Evrópu og þar er Pólland ekki undanskilið.


Kjarnorkuverinu er ætlað að slá tvær flugur í einu höggi; auka orkuöryggi í landinu og draga úr losun koldíoxíðs um leið, en Pólverjar treysta mjög á kol við orkuframleiðslu sína. Ætlunin er að byggja þrjá kjarnakljúfa í smábænum Choczewo við norðausturströnd landsins, rúma 60 kílómetra frá Gdansk, og taka þá í gagnið 2033.

Pólsk stjórnvöld áttu í viðræðum við þrjú fyrirtæki um byggingu versins, Westinghouse, franska fyrirtækið EDF og hið suður-kóreska KHNP."

 

Frétt frá ruv.is



12 views0 comments
bottom of page