top of page
  • Writer's pictureLaufið

Opinbera kolefnisfótspor jólasveinsins

Nú þegar jólin eru handan við hornið er karlinn í rauðu fötunum á fullu að búa sig undir gríðarlangt ferðalag sitt frá norðurpólnum og umhverfis hnöttinn til að færa milljónum barna í heiminum gjafir.


Vísindamenn hafa nú komist að því að jólasveinninn hefur gert sitt besta til að gera undirbúninginn og ferðalagið eins umhverfisvænt og hægt er og lágmarka kolefnisfótspor sitt. Þrátt fyrir þetta kemst jólasveinninn ekki undan því að losa töluvert mikið af kolefni í andrúmsloftið.


20.000 tonn af kolefni

Niðurstöður breskrar rannsóknar TRACK á kolefnisfótspori Sveinka sýnir að framleiðsla jólaálfanna hans á gjöfunum, það að hita kofann hans og hreindýrasleðann, og ferðalag hans á sleðanum umhverfis hnöttinn skilur allt eftir sig um það bil 20.000 tonn af kolefni í andrúmsloftinu.


Það er um það bil 0,5% af verstu spám varðandi kolefnisfótspor HM í fótbolta til að mynda. Einnig er þetta sambærileg losun og fylgir ársnotkun á 22,8 bensínbílum eða því að hlaða 12 milljón snjallsíma að því er fram kemur á Mail Online sem greindi frá niðurstöðum rannsóknarinnar.


160 milljón kílómetrar á hreindýrasleða

Jólasveinninn þarf að ferðast um 160 milljón kílómetra til að ná til allra þeirra barna sem bíða eftir gjöfum á jólunum. Samkvæmt útreikningum þarf jólasveinninn að heimsækja 800 milljón heimili á örskömmum tíma á aðfangadagskvöld og jólanótt. Hann getur þó sem betur fer ferðast á ljóshraða.


Þá sýna niðurstöður rannsóknarinnar að jólasveinninn skilur eftir sig um það bil 10 grömm af kolefni fyrir hvert mannsbarn. Það er um það bil jafn mikið og ein kúla af ís fyrir hvert einasta barn en miðað er við að finna megi um tvo milljarða barna í heiminum öllum.


Jólasveinninn býr á norðurpólinum, þar sem frost getur náð allt niður í -19 gráður á þessum árstíma. Hann notar þó sem betur fer endurnýjanlegar orkulindir til að hita upp heimkynni sín."


Heimild: Mail Online.

 

Frétt frá K100.mbl.is6 views0 comments
bottom of page