Laufið
Metfjöldi rauðra viðvarana aðeins forsmekkur af framtíðinni
Höfundur:
Sunna Sæmundsdóttir
„Aldrei hafa fleiri rauðar viðvaranir vegna veðurs verið gefnar út hér á landi en í ár og þær appelsínugulu eru um þrefalt fleiri en í fyrra.
Veðurfræðingar segja að búast megi við meiri veðuröfgum samhliða breytingum á loftslaginu. Þessar öfgar birtast með ýmsum hætti og stundum hrollvekjandi. Fjallað er um hamfarahlýnun, veðurbreytingar og klassíska ófærð á árinu í veðurannál fréttastofu Stöðvar 2.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2022 alla virka daga í desember"
Frétt frá visir.is