top of page
  • Writer's pictureLaufið

Ísland þrýstir á 1,5 gráðu markmið á COP-27

Updated: Nov 25, 2022

„Þann sjötta nóvember hefst loftslagsráðstefnan COP 27 í Egyptalandi. Ríki heims koma þar saman til að leggja á ráðin um stöðu loftslagsmála og stilla saman strengi sína í baráttunni við loftslagsvána.


Sendinefnd fer frá Íslandi á ráðstefnuna sem formlegur málsvari landsins, en þar verða einnig fleiri fulltrúar. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um fyrirfram hverjar áherslur allra þjóða verða á þinginu en hverjar verða áherslur Íslands og væntingar til þingsins? Helga Barðadóttir fer fyrir sendinefnd Íslands á COP-27.

„Okkar helstu væntingar eru að menn haldi áfram að horfa á markmið um eina og hálfa gráðu eins og kallað er. Að hitastig Jarðar hækki ekki meira en um eina og hálfa gráðu frá iðnvæðingu, sem er innskrifað í Parísarsamninginn. Þó að það sé meiri áhersla á tvær gráður og helst eina og hálfa en áherslan hefur verið að færast meira á að menn verði að horfa meira á eina og hálfa gráðu, og það leggjum við áherslu á.“ segir Helga.

Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs sagði í sumar að tryggja þyrfti betur eftirfylgd með aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Stöðuskýrsla verkefnastjórnar um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sýndi fram á að enn vantaði nokkuð upp á að markmið ríkisstjórnarinnar næðust í loftslagsmálum.

„Það er stöðug vinna að fylgja eftir svona stóru verkefni. Það sem er stórt núna hjá okkur er að það er hafin vinna , það sem við höfum verið að kalla geira samtal þar sem er verið að nálgast atvinnulífið og aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins þar sem við vinnum með hverjum geira til að setja sérstakt markmið um samdrátt í losun. Þeir aðilar sem eru innan þessara geira þekkja best sína starfsemi og geta best horft til þess hvar hægt er að draga úr losun. Samhliða því fer fram endurskoðun á okkar aðgerðaráætlun.“ segir Helga.

Orkumál eru ofarlega á baugi í Evrópu. Loftslagsmál og orkumál eru náskyld viðfangsefni. Helga telur víst að umræður um orkumál verði í deiglunni á COP 27, en líklega frekar í tengslum við hliðarviðburði þingsins, frekar en í þingstörfunum sjálfum."

 

Frétt frá ruv.is




6 views0 comments
bottom of page