top of page
  • Writer's pictureLaufið

Innflutningur sem stuðlar að skógareyðingu bannaður

„Evr­ópu­sam­bandið hef­ur náð sam­komu­lagi um bann við inn­flutn­ingi á vör­um, þar á meðal kaffi, kakó og soja­baun­um, í til­fell­um þar sem fram­leiðslan er tal­in stuðla að skógareyðingu.

Um­hverf­is­vernd­ar­hóp­ar segja laga­frum­varpið, sem er ætlað að tryggja „skógareyðing­ar-lausa vöru­keðju“, marka tíma­mót.


Í því felst að fyr­ir­tæki sem flytja inn vör­ur til ríkja ESB verða að tryggja að þær séu ekki fram­leidd­ar á landsvæði þar sem skógareyðing hef­ur orðið eft­ir 20. des­em­ber 2020. Einnig verða fyr­ir­tæk­in að fylgja öll­um lög­um í heimalandi sínu.

Á meðal fleiri vara sem tengj­ast bann­inu eru pálma­ol­ía, timb­ur og gúmmí. Af­leidd­ar vör­ur á borð við nauta­kjöt, hús­gögn og súkkulaði eru einnig þar á meðal.


Mik­il skógareyðing

Ólög­leg fram­leiðsla hef­ur valdið mik­illi skógareyðingu í lönd­um á borð við Bras­il­íu, Indó­nes­íu, Malas­íu, Níg­er­íu, Lýðveld­inu Kongó, Eþíóp­íu, Mexí­kó og Gvatemala.

Sam­einuðu þjóðirn­ar telja að landsvæði sem er jafn­stórt og öll lönd ESB sam­an­lagt, eða um 420 millj­ón­ir hekt­ara, hafi orðið skógareyðingu að bráð und­an­farna þrjá ára­tugi.“

 

Frétt frá mbl.is



7 views0 comments
bottom of page