top of page

Hugbúnaður

Við þróun og hönnun á hugbúnaði Laufins hefur verið mikið lagt upp úr því að notenda-upplifun á viðmóti og leiðarkerfi sé góð, þetta á jafnt við um stjórnendakerfið,  vefsíðuna og appið. Við viljum tryggja að kerfin séu skilvirk, hnökralaus og aðlaðandi fyrir fyrirtæki jafnt sem neytendur. Þar skiptir öllu að tryggja að upplýsingar séu aðgengilegar og gagnsæjar fyrir enda notendur.

Laufid.is upplýsingaveita

ATHUGIÐ öll þau gögn sem sýnd eru í kynningunni eru

uppspuni og endurspegla ekki raunverulega stöðu þessara fyrirtækja.

Stjórnendakerfi (e. admin system)

Hér fyrir neðan má sjá skjámyndir úr stjórnendakerfi Laufsins. Athygli er vakin á því að kerfið er enn í vinnslu og gæti tekið breytingum. 

Í stjórnendakerfinu geta þeir fulltrúar fyrirtækja sem stýra sjálfbærni málum fyrirtækjanna fetað sig áfram í aðgerðum Laufa- og Plúsakerfanna, mátað sig við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og sett markmið og aðgerðir í aðgerðaráætlun. Sett inn kolefnisspor sitt og markmið um kolefnishlutleysi og skráð kolefnisbindingu. Þar munu fyrirtæki einnig setja inn vörur, selji þau slíkar, sem hafa umhverfis- eða viðurkennda samfélagslega ábyrgðavottun. Fyrirtæki geta einnig sett inn umhverfis- eða gæðavottanir sem þau hafa lokið eins og ISO14001, Svaninn, Jafnlaunavottun svo eitthvað sé nefnt. 

Skjámyndir

mælaborð.png
græn skref.png
screenshot from admin system
screenshot from admin system
bottom of page