top of page

Græn skilaboð til stjórnenda og starfsfólks fyrirtækja í Hafnarfirði

Velkomin(n) á sameiginlega upplýsingasíðu Laufsins og Hafnarfjarðarbæjar. Laufið, býður fyrirtækjum upp á hagnýta verkfærakistu sem stuðlar að sjálfbærri þróun íslensks atvinnulífs.

Hafnarfjarðarbær hefur gert samstarfssamning við Laufið, fyrstu grænu íslensku upplýsingaveituna. Samningurinn felur í sér aðgang að hugbúnaði Laufsins fyrir skóla og stofnanir sveitarfélagsins. Auk þess munu sjálfbærniráðgjafar Laufsins annast fræðslu og veita almenna ráðgjöf til handa starfsfólki sveitarfélagsins varðandi sjálfbærni. Nánar um samstarfið hér.

 

Samhliða útvegar Hafnarfjarðarbær Laufinu aðstöðu fyrir kynningarfundi með áhugasömum hafnfirskum fyrirtækjum. Rík áhersla er lögð á að fá fyrirtækin í Hafnarfirði með í þessa grænu vegferð. Skipulagðir hafa verið þrír kynningarfundir fyrir hafnfirsk fyrirtæki næstu vikurnar í Apótekinu í Hafnarborg að Strandgötu 34:

Miðvikudagurinn 23. nóvember kl. 9

Miðvikudagurinn 30. nóvember kl. 12

Miðvikudagurinn 7. desember kl. 9

Á fundinum verður meðal annars fjallað um:

  • Af hverju er mikilvægt að þitt fyrirtæki hefji vegferð að umhverfisvænni fyrirtækjarekstri?

  • Hvernig auðveldar Laufið þá vegferð með skilvirku stjórnendakerfi og fræðslu fyrir allt starfsfólk?

  • Hvaða ávinningur hlýst af því að vera í Laufinu?

  • Hvað eru fremstu fyrirtæki heims að gera í sjálfbærnimálum?

Við lofum þér áhugaverðum fundi sem tekur um 1 klst. Umhverfismál og sjálfbærni er samstarfsverkefni alls samfélagsins!

Hér að neðan getur þú skoðað örstutt myndband um þá þjónustu sem Laufið veitir íslenskum fyrirtækjum og skráð þig á kynningu. 

Við hlökkum til að sjá þig!

bottom of page