Image by Hama Haki

Fyrirtæki

Eftir samtal við stjórnendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi var ljóst að fyrirtækjunum skortir hagnýt verkfæri til að stýra og taka þátt í aðgerðum sem stuðla að sjálfbærum fyrirtækjarekstri. Verkfærakista og hvatakerfi Laufsins leitast við að svara kalli stjórnenda fyrirtækja með því að leiða þau áfram í einföldum en mikilvægum aðgerðum sem draga úr umhverfisspori fyrirtækjanna og hjálpa til við að stuðla að ábyrgu samfélagi. 

Allar aðgerðir eru framkvæmdar í sérhönnuðu stjórnendakerfi (e. admin system) og upplýsingarnar birtast svo neytendum á hverri fyrirtækjasíðu fyrir sig á upplýsingaveitu Laufsins.

Laufakerfið

Laufakerfið er kjarninn að hugmyndafræði Laufsins. Kerfið er byggt upp fyrir allar tegundir fyrirtækja, óháð stærð þeirra eða fjárhagslegum styrk. Laufin eru fimm og eru byggð á skýrum umhverfisaðgerðum sem fyrirtæki þurfa að framkvæma og öll áhersla er á gagnsæi. 

Lauf-icon-06-removebg-preview.png

Flokkun úrgangs

Lauf-icon-07.png

Umhverfis-
stefna

Lauf-icon-08.png

Miðlun
þekkingar

Loftslags-
​áhrif

Lauf-icon-10.png

Hringrásar-
samfélag

Græn skref atvinnulífsins

Grænu skrefin samanstanda af eitt hundrað grænum og umhverfisvænum hugmyndum sem fyrirtæki geta nýtt sér og ráðist í til að bæta sig í umhverfismálum.

 

Græn skref atvinnulífsins eru að stórum hluta byggð á aðgerðum úr Grænum skrefum fyrir ríkisstofnanir sem rekin eru af Umhverfisstofnun, en hafa hér verið aðlagaðar, af Laufinu, fyrir atvinnulífið. 

grænskrefef-11.png

Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna

Í Laufinu geta fyrirtæki tengt sig við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á einfaldan og skilvirkan hátt. Fyrirtæki velja sér þau Heims-markmið sem þau vilja tengja sig við, finna undir-markmið sem henta og setja sér sjálf markmið tengd þeim. 

Hvað fá fyrirtæki með aðgang að Laufinu?

iconsfsd-13.png

Ráðgjöf

Stuðningur og ráðgjöf frá okkar ráðgjöfum til að fullgilda Laufakerfið ásamt Grænu skrefum atvinnulífsins

iconsfsd-16.png

Fræðsla

Stuðningur og fræðsla til starfsmanna fjórum sinnum á hverju ári, í formi 15-20 mínútna netfyrirlestra.

iconsfsd-12.png

Aðhald

Hugbúnað, sem heldur utan um verklag fyrirtækisins í umhverfismálum. Markmiða– og tímasetning varðandi innleiðingu á Laufakerfinu.

iconsfsd-17.png

Gegnsæi

Gegnsæi gagnvart hinum almenna neytanda og viðskiptavinum fyrirtækisins

iconsfsd-15.png

Endurgreiðsla

Starfsmenntunarsjóður stéttarfélaga endurgreiðir stóran hluta af áskriftargjaldi þar sem um námskeið og fræðslu er að ræða

iconsfsd-14.png

Sýnileiki

Logo fyrirtækisins og leitarorð inn á leitarvél Laufsins.
Graf sem aðgreinir þitt fyrirtæki samanborið við samkeppnisaðila.

Rýnihópar

Image by Vladimir Riabinin
„Mjög spennandi verkefni sem býður upp á mikla möguleika“