top of page

Endurgreiðsla
Starfsmenntasjóða

Hluti af þjónustunni sem Laufið býður fyrirtækjum upp á er í formi fræðslu. Því hvetjum við fyrirtæki eindregið til þess að skoða rétt sinn í starfsmenntasjóðum.

fræssfa-01.png

Í hvaða sjóð sæki ég um?

Margir starfsmenntasjóðir bjóða upp á styrki til fræðslu starfsfólks fyrirtækja. Sjóðirnir styrkja á milli 50-90% af kostnaði fyrir sitt félagsfólk.  

 

Það sem fyrirtæki þurfa að hafa í huga þegar sótt er um endurgreiðslu í starfsmenntasjóð er að athuga stéttarfélagsaðild starfsfólksins sem sótti fræðsluna.

 

Ef starfsfólkið er skráð í mörg stéttarfélög þarf að passa að haka í alla sjóði sem eiga við í umsókninni. Ástæðan fyrir þessu er að starfsmenntasjóðir styrkja aðeins hlutfallslega fyrir sitt félagsfólk.  

 

Hjá einhverjum sjóðum þarf fyrirtæki að hafa greitt í sjóðinn í ákveðinn tíma áður en hægt er að sækja um endurgreiðslu. ​

Hvernig sæki ég um?

Fyrirtæki á almennum markaði sækja um endurgreiðslu í gegnum Áttina, www.attin.is 

Þegar sótt er um er mikilvægt að hafa eftirfarandi gögn til reiðu: 

3þættir-03.png
3þættir-04.png
3þættir-05.png

Þetta er það sem við erum að bjóða í formi fræðslu: 

  • Fræðsla í formi örnámskeiða fyrir allt starfsfólk. 

  • Fræðslumyndbönd í hugbúnaðarkerfi. 

  • Fræðsla og leiðbeiningar í handbók laufsins, Leiðin að Laufinu.

bottom of page